Vörur

Fyrirtækið

Hafa Samband

Vörur

Fyrirtækið

Hafa Samband

Vörur

Fyrirtækið

Hafa Samband

Stefán Hrafn Hagalín

Samskiptaráðgjafi

Snjallgögn 2024: Afkoma og horfur

Gervigreindin rétt að byrja

Sprotafyrirtækið Snjallgögn margfaldaði tekjur sínar á síðasta ári, en þetta hugbúnaðarhús í Reykjavík velti 125 milljónum króna árið 2024, sem er 400% tekjuvöxtur frá árinu 2023. Starfsmannafjöldi fyrirtækisins jókst samtímis þrefalt milli ára og þar starfa nú tíu manns. Snjallgögn þróa margvíslegar gervigreindarlausnir fyrir atvinnulífið, Meðal viðskiptavina fyrirtækisins í dag eru Arctic Adventures, Bónus, Elko, Nova, RARIK og Skatturinn. Fjárfestar að baki Snjallgagna eru Founders Ventures, MGMT Ventures, Tennin, Icelandic Venture Studio og Bright Ventures.

Tekjuvöxtur gerir reksturinn sjálfbæran

,,Það hefur gengið einstaklega vel frá því um mitt síðasta ár þegar við kláruðum upphafsþróun lykilvöru okkar, Context Suite. Um sjötíu prósent af tekjum okkar 2024 komu til á seinni hluta ársins. Með þessum mikla vexti náðum við að gera reksturinn sjálfbæran. Sá árangur veitir okkur tækifæri til að þroskast áfram á traustum rekstrargrundvelli samhliða því að við hugum núna að landvinningum á alþjóðlegum vettvangi," segir Stefán Baxter, forstjóri Snjallgagna.

Gervigreind fyrir atvinnulífið

Lykilvara Snjallgagna er gervigreindarsvítan Context Suite, sem er safn hugbúnaðarlausna og inniheldur meðal annars þjónustugreind, eftirspurnargreind og snjallmennið Mími sem hefur háþróaðan málskilning og talfærni. Context Suite gerir vinnustöðum mögulegt að hagnýta gervigreind og gagnavísindi til að efla sölu og þjónustu ásamt því að bæta daglegan rekstur.

Háleit markmið ársins 2025

Stefán segir Snjallgögn hafa metnaðarfull markmið fyrir nýja árið. ,,Við ætlum að festa okkur í sessi sem framsæknasta sprotafyrirtæki landsins. Á sama tíma höldum við áfram að styrkja og þróa Context Suite í samvinnu við okkar margbreytilegu og krefjandi viðskiptavini. Við ætlum líka að hefja sölu á Context Suite erlendis og það landvinningaverkefni er ögrandi áskorun. Af því tilefni þurfum við að efla starfsmannahópinn enn frekar og það verður skemmtilegt. Ef áætlanir ganga eftir þá verður 2025 ár vaxtar og uppskeru og það er mikið tilhlökkunarefni,” segir Stefán Baxter að lokum.