Vörur

Fyrirtækið

Hafa Samband

Vörur

Fyrirtækið

Hafa Samband

Vörur

Fyrirtækið

Hafa Samband

Stefán Hrafn Hagalín

Samskiptaráðgjafi

Þrír nýir liðsmenn til Snjallgagna

Þrír sérfræðingar tóku á dögunum til starfa hjá Snjallgögnum

Þrír sérfræðingar tóku á dögunum til starfa hjá Snjallgögnum, en það er tíu manna hugbúnaðarhús í Reykjavík, sem sérhæfir sig í þróun gervigreindarlausna fyrir atvinnulífið. Þetta eru þeir Alexander O'Donovan-Jones hugbúnaðar- og gagnafræðingur, Ásmundur Alma Guðjónsson hugbúnaðarverkfræðingur og Gunni Singh gagnavísindamaður.

Alexander O'Donovan-Jones er að upplagi rafeindaverkfræðingur frá University of Reading í Englandi. Hann starfar hjá Snjallgögnum sem hugbúnaðar- og gagnafræðingur. Helsta hlutverk hans hjá Snjallgögnum er að byggja upp þjónustu, samþættingu og ferla sem hjálpa fyrirtækinu og teyminu að byggja lausnir á sviði gervigreindar, sem hafa burði til að skara fram úr. Alexander hefur 18 ára reynslu af nýsköpunarverkefnum hjá sprotafyrirtækjum. Þar hefur hann til að mynda leitt þróun á skalanlegum skýjalausnum og stjórn tækniinnviða í greinum á borð við alþjóðlega leikjahönnun, peningaþvætti, ferðaþjónustu á netinu og heilbrigðistækni.

Ásmundur Alma Guðjónsson er hugbúnaðarverkfræðingur með 10 ára starfsreynslu sem sérhæfir sig í náttúrulegri málvinnslu (NLP) með áherslu á að efla máltækni og gervigreindardrifnar lausnir og stuðla að nýsköpun í hugbúnaðarþróun. Hann er með BSc-gráðu í hugbúnaðarverkfræði og MSc-gráðu í máltækni frá Háskólanum í Reykjavík. Ásmundur hefur víðtæka reynslu af gervigreind og vélanámi og starfað við verkefni á borð við þróun gervigreindarlíkana og forritun á bak- og framendum hugbúnaðarkerfa.

Gunni Singh er gagnavísindamaður með fjölbreytta reynslu úr fjarskipta-, ráðgjafar- og upplýsingatæknigeiranum. Gunni hefur meistaragráðu í gervigreind frá Queen’s University í Kanada, þar sem hann hlaut styrk fyrir framúrskarandi árangur, og B.Com-gráðu í markaðsfræði frá University of Guelph. Hann hefur unnið að þróun og innleiðingu gagnadrifinna lausna og lagt áherslu á greiningu viðskiptavina, spálíkön og sjálfvirkni rekstrarferla. Gunni hefur sérhæft sig í að nýta gervigreind og gagnavinnslu til að bæta viðskiptaárangur og rekstrarhagkvæmni. Hann hefur leitt ýmis verkefni sem samþætta tækni og stefnumótun til að hámarka skilvirkni og skapa virði fyrir fyrirtæki.