Artic Adventures nýta Mími til þess að stórbæta þjónustu við viskiptavini og grípa ný sölutækifæri.
„Tilbúin þjónustugreindarlausn Snjallgagna byggir á hugmyndafræði að okkar skapi, er auðveld í innleiðingu og býður óendanlega möguleika á aðlögun að okkar rekstrarhögun.“
Birkir Björnsson
Förstöðumaður Arctic Adventures
60%
Mála eru leyst umsvifalaust
og sjálfvirkt
Notkun
Stafrænn aðstoðarmaður
Sjálfvirk viðhorfsgreining og innihaldsrýni
Hraðvirk og upplýsandi mælaborð
Geiri
Ferðaþjónusta, þjónustver
Snjallmennið Mímir og
Ferðaþjónustufyrirtækið Arctic Adventures skipuleggur, selur og sér um framkvæmd ferða og afþreyingar á Íslandi og víðar. Arctic Adventures eru brautryðjendur í ævintýraferðaþjónustu. Saga fyrirtækisins nær aftur til fyrstu flúðasiglinga þeirra árið 1983. Hjá fyrirtækinu starfa um 200 manns, annars vegar á Íslandi og hins vegar í Alaska og Vilníus. Fyrirtækið velti um 7 milljörðum króna árið 2023.
Arctic Adventures leggur metnað í að nota tækni til að skapa ógleymanlegar upplifanir. Þróunarsamstarf við Arctic Adventures á sviði gervigreindar er eitt af stærstu verkefnum Snjallgagna.
Hafsjór tilbúinna spjallmenna er að finna nú til dags, og eftir smá leit reyndu Artic Adventures Boost.ai. Hingað til hafði sú lausn verið "industry standard" og töldu þau sig vera að fá það sem að þau þyrftu þar. Svo kom á daginn að þar var aðeins að finna agnarsmáan hluta þess verkfæris sem að Artic Adventures taldi sig þurfa. Annað kom á daginn.
„Boost.AI var í senn mun dýrara og lakara kerfi. Mímir hefur reynst vera það sem við töldum okkur vera að fá með Boost.AI“
Birkir Björnsson
Forstöðumaður Arctic Adventures
Mímir
Artic Adventures leituðu til Snjallgagna á vormánuðum 2022 og réðust fyrirtækin í sameiningu í að búa til verkfæri sem að gæti raunverulega komið inn í þjónustuver Artic Adventures og leyst mál. Í desember 2023 var GPT-Thor hjá Arctic Adventures settur í loftið og fljótlega kom í ljós að þarna var komin lausn sem að breytti leiknum umtalsvert.
Í upphafi tókst GPT-Thor að leysa tæplega helming fyrirspurna sem að komu inn, en í dag er þetta orðin rúmlega 60% mála sem að koma inn. Og áskoranir þjónustuversins leystust hver af annarri.
Ört stækkandi hópur viðskiptavina afgreiðir sig sjálfur.
Snjallmenni aðstoðar, bókar ferðir, selur og klárar mál
Rúmlega 60% mála eru leyst umsvifalaust og sjálfvirkt
Þjónustuborð opið 24/7 með stuðningi við móðurmál flestra viðskiptavina
Árangur er mælanlegur á margvíslegan hátt, yfirgripsmikil rauntímagreining varpar ljósi á væntingar og viðhorf
Hér sést annars vegar rauntímasamtal og hins vegar myndræn framsetningu á því sem gerist á bak við tjöldin þegar Mímir leysir mál viðskiptavinar. Hér sækir hann gögn og miðlar í innri og ytri kerfi, færir sér í nyt mállíkön, aðstæðuvitund í gegnum Context Suite og að endingu miðlar inn í aðalverkfæri þjónustuvers.
Birkir Björnsson
Forstöðumaður Arctic Adventures
"Fjöldi mála í þjónustuveri Arctic Adventures var orðinn yfirþyrmandi og kallaði á skjóta lausn.
Tilbúin þjónustugreindarlausn Snjallgagna byggir á hugmyndafræði að okkar skapi, er auðveld í innleiðingu og býður óendanlega möguleika á aðlögun að okkar rekstrarhögun.
Nú fjölgar stöðugt málum sem er lokið með einu svari, viðskiptavinir fá fyrsta svar nánast strax, og við bæði ljúkum margfalt fleiri málum og fjárfestum í því minni tíma sem skilar sér í meiri ánægju viðskiptavina."