Ólíkt spjallmennum sem mörg hver virðast hönnuð til að halda viðskiptavinum á snakki þar til næsti þjónustufulltrúi losnar, kann snjallmenni að nota forritaskil innri kerfa til að sækja gögn, afhenda gögn, nýta virkni og ljúka málum.
Spjallmenni
Upplýsingar í
föstum tilbúnum skjölum
Yfirborðskennd
þekking
Mannshöndin þarf
yfirleitt að gripa inn í
Snjallmenni
Opið og lifandi samtal
Svör og virkni innri kerfa fyrirtækis
Djúp, síbestuð þekking á vörum og þjónustu fyrirtækisins
Meirihluti fyrirspurna klárast í fyrstu samskiptum
Heildrænt kerfi, umgjörð, ferlar og viðmót sem knýr
Byltingarkennd samskipti við viðskiptavini og starfsfólk
Mímir, lausnamiðaða snjallmennið okkar, nýtir meðal annars spunagreind til að varpa flóknum upplýsingum úr skjölum og kerfum yfir í þægilegt samtal við viðskiptavini og starfsfólk. Svo er hann auðvitað tilbúinn í það framtíðarhlutverk að hafa frumkvæði að miðlun verðmætra ábendinga sem uppgötvast í gögnunum sem tengd eru Context Suite umhverfinu.
Tenging við innri kerfi, nýjasta kynslóð mállíkana og Mímir mynda
Innsýn í þarfir viðskiptavina
Gervigreindarstutt mat, greinir viðhorf, vilja og ætlun viðskiptavina, það er mælanlegar ástæður þess að viðskiptavinur hefur samband. Eins eru aðalatriði dregin saman , forgangsraðar, metur alvarleika, stingur upp á heppilegum viðbrögðum, og skilar sérsniðnu svari tilbúnu til útsendingar.
Mældu raunverulega upplifun viðskiptavina
Snjallmennið Mímir og
Skatturinn
Ferðaþjónustufyrirtækið Arctic Adventures skipuleggur, selur og sér um framkvæmd ferða og afþreyingar á Íslandi og víðar. Arctic Adventures eru brautryðjendur í ævintýraferðaþjónustu. Saga fyrirtækisins nær aftur til fyrstu flúðasiglinga þeirra árið 1983. Hjá fyrirtækinu starfa um 200 manns, annars vegar á Íslandi og hins vegar í Alaska og Vilníus. Fyrirtækið velti um 7 milljörðum króna árið 2023.
Arctic Adventures leggur metnað í að nota tækni til að skapa ógleymanlegar upplifanir. Þróunarsamstarf við Arctic Adventures á sviði gervigreindar er eitt af stærstu verkefnum Snjallgagna.
Birkir Björnsson
Forstöðumaður Arctic Adventures
"Fjöldi mála í þjónustuveri Arctic Adventures var orðinn yfirþyrmandi og kallaði á skjóta lausn.
Tilbúin þjónustugreindarlausn Snjallgagna byggir á hugmyndafræði að okkar skapi, er auðveld í innleiðingu og býður óendanlega möguleika á aðlögun að okkar rekstrarhögun.
Nú fjölgar stöðugt málum sem er lokið með einu svari, viðskiptavinir fá fyrsta svar nánast strax, og við bæði ljúkum margfalt fleiri málum og fjárfestum í því minni tíma sem skilar sér í meiri ánægju viðskiptavina."